Fréttir

Nemendur MH fengu mannréttindaviðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty

Í frétt á heimasíðu Íslandsdeildar Amnesty International segir: „Í lok síðasta árs efndi Íslandsdeild Amnesty International til samkeppni meðal framhaldsskóla landsins um besta árangurinn á bréfamaraþoni samtakanna í þágu verndar og virðingar mannréttinda, víðs vegar um heiminn. Sex framhaldsskólar skráðu sig til leiks og var árangur skólanna glæsilegur, en samtals skrifuðu menntskælingar 7.267 aðgerðakort til ellefu landa, þar sem mannréttindi eru fótumtroðin. Nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð báru sigur úr býtum og skrifuðu þeir 2.971 aðgerðakort þar sem þrýst var á yfirvöld að gera úrbætur í mannréttindamálum.“Frétt á vef Amnesty   Frétt á vef DV

Skytturnar þrjár fá styrk til þess að berjast fyrir aðgengi fatlaðra

Í frétt á mbl.is frá í gær segir: „Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs afhenti Skyttunum þremur styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen fyrrverandi borgarstjóra.  Skytturnar þrjár, eru ungar stúlkur sem berjast fyrir aðgengi fatlaðra og heita Áslaug Ýr Hjartardóttir, systir hennar Snædís Rán Hjartardóttir og Helga Dögg Heimisdóttir.“ Tvær af skyttunum þremur eru nemendur MH, þær Áslaug Ýr og Snædís Rán. Til hamingju ungu konur!

Lagningardagar 6. - 8. febrúar - Open days

Lagningardagar verða hér í MH 6. – 8. febrúar. Þá fellur niður hefðbundin kennsla og ýmsir skemmtilegir viðburðir verða, s.s. fyrirlestrar, námskeið og skapandi starf. Open days with lectures, workshops, music, dance, drawing, drama and more. Nemendur þurfa að mæta í skólann þessa daga samkvæmt eftirfarandi fyrirkomulagi: Attendance during Lagningardagar (February 6th, 7th and 8th): 

Fáðu já

Hér er tengill í myndina Fáðu já sem fjallar um mörkin milli kynlífs og ofbeldis.

Hamrahlíðarkórarnir og Sinfóníuhljómsveit Íslands

Á fimmtudags- og föstukvöldið kemur, þann 24. og 25. janúar, taka Hamrahlíðarkórarnir þátt í flutningi á   Chichester Psalms eftir Leonard Bernstein tónskáld, hljómsveitarstjóra, sjónvarpsstjörnu, píanista og kennara. Við vekjum athygli á því að starfsfólk og nemendur MH fá 50% afslátt á föstudagstónleikana 25. jan. Chichester Psalms byggja á Davíðssálmum en eru sungnir á hebresku. Þrátt fyrir trúarlegan þunga textans er tónverkið iðandi af lífi.  Stjórnandi hljómsveitarinnar verður Eivind Aadland og kórunum stjórnar Þorgerður Ingólfsdóttir.

Ungir einleikarar með Sinfóníuhljómsveit Íslands

Tveir af fjórum ungum einleikurum sem stigu á svið með Sinfóníuhljómsveit Íslands í gærkveldi eru eða voru nemendur MH. Sólveig Steinþórsdóttir fiðluleikari er núverandi nemandi skólans og Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir sellóleikari útskrifaðist frá okkur um jólin. Þær, ásamt Einari Bjarti Egilssyni og Unnsteini Árnasyni voru vinningshafar í keppni ungra einleikara. Hér er tengill í frétt á heimasíðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Til hamingju!

Breytingar á lykilorðareglum Innu

Advania hefur kynnt nýjar reglur sem gilda um lykilorð í Innu. Þær eru þannig að alltaf er útbúið nýtt tímabundið lykilorð þegar notandi velur að sækja lykilorð. Þetta tímabundna lykilorð hefur 15 mín. gildistíma og þarf notandi að skrá sig inn innan þess tíma og velja sér nýtt lykilorð sem er a.m.k. 8 stafir á lengd og inniheldur bæði bókstafi og tölustafi. Ef tímabundnu lykilorði er ekki breytt innan gildistíma þarf að sækja nýtt lykilorð á ný. Óbreytt er að þegar skipt er um lykilorð í Innu þá verður Námsnetið/Myschool komið með nýja lykilorðið daginn eftir.

Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar

Kennsla hefst mánudaginn 7. janúar samkvæmt stundaskrá dagskóla og fyrri lotu öldungadeildar/kvöldskóla.

Stundatafla og upphaf vorannar

Nú geta þeir nemendur sem greitt hafa skólagjöldin skoðað stundatöflu sína í Innu. Nýir greiðslulistar eru keyrðir inn að morgni dags virka daga. Students who have paid their tuition fee can now check their timetable on Inna. Nýnemar geta nálgast nánari upplýsingar og leiðbeiningar hér. Þeir sem telja sig þurfa töflubreytingu eiga að sækja um sem allra fyrst. Breyttar töflur birtast í Innu um helgina eða eftir því sem þær vinnast. Fyrstir koma fyrstir fá! Ef tafla á að vera tilbúin fyrir fyrsta kennsludag þarf breytingabeiðni að berast eigi síðar en kl. 12:00 föstudaginn 4. janúar. If necessary apply for changes to your timetable as soon as possible and before noon on January 4th. Smellið hér til þess að fá eyðublað og sendið það síðan í viðhengi á netfangið tafla@mh.is Click on the line above, fill it out and send it as an attachment to tafla@mh.is Áfangaframboð vor 2013. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. janúar. Teaching will start on monday January 7th. Bókalisti er aðgengilegur í Innu. The booklist is accesible in Inna.

Skrifstofa um jól og áramót

Skrifstofa skólans verður opin frá 10:00 - 14:00 fimmtudaginn 27.  og föstudaginn 28. desember. Skrifstofan verður síðan opnuð aftur fimmtudaginn 3. janúar 2013 kl. 8:30. Gleðilega hátíð!