Gleðilega önn

Haustönn 2023 er í fullum undirbúningi og er verið að vinna í stundatöflugerð fyrir nemendur. Á meðan á þeirri vinnu stendur er Inna lokuð hjá öllum nemendum MH. Inna mun opnast um leið og stundatöflur eru tilbúnar, hjá þeim nemendum sem greitt hafa skólagjöldin, öðruhvoru megin við helgina. Nýnemar haustannar eiga að mæta fimmtudaginn 17. ágúst kl. 13:00 og kennsla hefst mánudaginn 21. ágúst skv. stundaskrá í kjölfar skólasetningar sem er kl. 8:20.

Inna is closed while we are making timetables for our students. We will let you know when Inna opens again.