Embla, femínistafélag MH sýnir myndina Miss Representation

Femínistafélag nemenda MH sýnir kl. 15:30 í dag myndina Miss Representation. Í frétt á mbl.is segir m.a.: „Þessi byltingarkennda heimildarmynd fjallar um það hvernig konur eru túlkaðar í fjölmiðlum. Vakti myndin mikla athygli er hún kom út árið 2011 og fær hún 7,6 stjörnur á kvikmyndavefnum imdb.com. Samkvæmt Karen Björk Eyþórsdóttur, formanni nemendafélags MH, hefur orðið mikil vitundarvakning þegar kemur að jafnrétti og feminisma innan framhaldsskólanna á undanförnum misserum. „Til dæmis hafa 400 manns skráð sig í feministafélagið Emblu á Facebook síðan það var stofnað í haust og er fólk mjög duglegt við að setja inn á síðuna allskyns efni sem tengist feminisma og jafnrétti,“ segir Karen Björk. Jafnframt er núna unnið að því að stofna Femínistafélag framhaldsskólanna.“ Frétt mbl.is