Fréttir

Upphaf skólaársins

Nemendur og starfsfólk er boðið velkomið á haustönn 2018. Nýnemar mæta á kynningafund á sal (Mikligarður) föstudaginn 17. ágúst kl. 13:00 Skólasetning er kl. 9:10 mánudaginn 20. ágúst og hefst kennsla í kjölfarið samkvæmt stundatöflu. Stundatöflur nemenda opnast eftir 13:00, 14. ágúst. Lokadagur til að segja sig úr áfanga án falls er 27. ágúst og frestur til að staðfesta P-áfanga hjá kennara er 3. september. Nemendur eru hvattir til að kynna sér vel almanak haustannar sem er aðgengilegt á heimasíðu skólans.

Nýr rektor MH skipaður af mennta- og menningarmálaráðherra

Steinn Jóhannsson hefur verið skipaður rektor Menntaskólans við Hamrahlíð. Að fenginni umsögn skólanefndar Menntaskólans við Hamrahlíð ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að skipa Stein í embættið en skipað er til fimm ára frá og með 1. ágúst 2018. Þrjár umsóknir bárust um embætti rektors skólans. Steinn hefur víðtæka kennslu- og stjórnunarreynslu á framhalds- og háskólastigi og síðan 2017 hefur hann starfað sem konrektor Menntaskólans við Hamrahlíð og sem settur rektor skólans frá febrúar til apríl 2018. Steinn hefur einnig gegnt ýmsum trúnaðarstörfum, svo sem formennsku í Skólameistarafélagi Íslands og siðanefnd Háskólans í Reykjavík. Helga Jóhannsdóttir mun gegna stöðu konrektors á haustönn 2018 en Helga gegndi m.a. stöðu áfangastjóra sl. skólaár og hefur kennt stærðfræði  við skólann síðustu ár.