Fréttir

Vali dagskólanema fyrir næstu önn lauk á miðnætti mánudaginn 14. mars!

Nemandi góður, ef þú hefur gleymt að velja eða ef einhver vandræði eru með val, hafðu samband við valkennarann þinn strax. Nafn valkennarans þíns birtist eins og þegar P-áfangar eða U-áfangar birtast í línu fyrir ofan töfluna ykkar í Innu.

Til hamingju Svandís Einarsdóttir

Svandís Einarsdóttir sigraði í þýskuþraut framhaldsskólanna sem fram fór 23. febrúar síðastliðinn. Hún fær að verðlaunum fjögurra vikna dvöl í Þýskalandi í sumar. Þátttakendur voru 75 úr 10 framhaldsskólum. Þetta er annað árið í röð sem sigurvegari kemur úr MH. Vel gert Svandís!

Tekur þú lýsi?

Samkvæmt könnun hér á heimasíðunni taka 66% aðspurðra lýsi annað hvort á hverjum degi eða óreglulega. Þriðjungur setur það hins vegar ekki inn fyrir sínar varir. Um hollustu fisks og fiskifitu þ.e. lýsis má lesa í grein á vef Lýðheilsustöðvar.

Nú er rétti tíminn til að fara að huga að vali fyrir næstu önn!

Búið er að opna fyrir val fyrir haustönn 2011. Vali á að vera lokið þann 14. mars. Áfangar með lýsingu á framgangi valsins og áfangaframboð hefur nú þegar verið sett á heimasíðu MH. It is high time to select courses for the autum term 2011. Now you can enter the courses of your choice for next term. The last day to select is Monday March 14th. Áfangar and áfangaframboð are now available on our homepage.