Viðurlög

Brjóti nemandi reglur skólans ber að veita honum/henni munnlega ábendingu eða áminningu, við alvarlegri brot kemur til skrifleg áminning frá rektor og við ítrekað eða mjög gróft brot er nemanda vísað úr skóla. Ennfremur gildir að nemanda sem raskar góðri reglu í kennslustund eða annars staðar kann að vera vísað úr kennslustund eða öðrum þeim stað sem atvikið á sér stað.

Nemandi sem hefur rangt við í prófi, ritgerð eða öðru verkefni sem gildir til lokaeinkunnar telst fallinn í þeim áfanga.

Ef nemandi vanrækir stórkostlega nám í einstökum áfanga er heimilt að vísa honum/henni úr þeim áfanga að undangenginni aðvörun.

Þá skal þess getið að bifreiðar sem lagt er ólöglega við skólann kunna að verða fjarlægðar á kostnað umráðamanna.

Vanþekking á reglum leysir nemanda ekki undan ábyrgð.

Síðast uppfært: 04. febrúar 2017