Áfallaráð Menntaskólans við Hamrahlíð

Hlutverk áfallaráðs er í meginatriðum að gera vinnuáætlun svo bregðast megi fumlaust og ákveðið við, þegar áföll hafa orðið, s.s. bráð veikindi, alvarleg slys, dauðsföll eða aðrir atburðir sem líklegir eru til að kalla fram áfallastreitu og/eða sorgarviðbrögð. Lykilatriði er að í hverju tilviki sé mótuð skýr og afdráttarlaus vinnuáætlun um hver sinni hvaða hlutverki, í hvaða röð og hvernig beri að bregðast við. Ætlast verður til að meðlimir ráðsins sæki námskeið í sálrænni og líkamlegri skyndihjálp.

Áfallaráð skipa: Skólameistari/aðstoðarskólameistari/áfangastjóri, námsráðgjafi, fulltrúar kennara, fulltrúi skrifstofu og forvarnarfulltrúi.

Áfallaráðið getur einnig leitað til: Forseta nemendafélagsins, félagsmálafulltrúa skólans og prests.

Skólameistari er formaður ráðsins og hann kallar áfallaráðið saman þegar þörf krefur. Ákvarðanavaldið liggur hjá honum og hann sér að jafnaði um samskipti við fjölmiðla.

Námsráðgjafi er sá starfsmaður innan skólans sem hefur sérfræðiþekkingu á viðbrögðum fólks við válegum tíðindum. Hans hlutverk er fyrst og fremst að skipuleggja sálræna skyndihjálp við þann/þá sem fyrir áfalli verða.

Fulltrúi kennara er tengiliður við námstjóra innan skólans og sér um að upplýsingum sé komið til kennara með atbeina þeirra, einnig  sér fulltrúi kennara um að hafa upp á umsjónarkennara nemendans/nemenda og reyna að komast að raun um nánasta vinahóp.

Fulltrúi skrifstofu er sá aðili sem miðlar og tekur við upplýsingum. Hann er sá sem er við símann og aðstoðar við að koma boðum til réttra aðila ef um slys/áfall er að ræða og sér til þess að brugðist sé skjótt við.

Forvarnafulltrúi er m.a. námsráðgjafa innan handar við að veita sálræna aðstoð.

Áfallaráð skipa:  Steinn/Helga/Pálmi, Gunnhildur Gunnarsdóttir námsráðgjafi, Ásrún Lára Jóhannsdóttir kennari, Sigurkarl Stefánsson kennari, Guðrún Gunnsteinsdóttir skrifstofukona, Fríður Reynisdóttir námsráðgjafi og forvarnafulltrúi og Bóas Valdórsson sálfræðingur.  

 

Síðast uppfært: 22. janúar 2019