Áfallahjálp

Í stórum skólum eins og Menntaskólanum við Hamrahlíð geta alltaf komið upp óvænt atvik og nemendur orðið fyrir áföllum.

Innan skólans er starfandi áfallaráð og í því sitja rektor/konrektor/áfangastjóri, náms- og starfsráðgjafi sem einnig er forvarnafulltrúi, sálfræðingur, fulltrúi skrifstofu og einn kennari.

Hlutverk áfallaráðs skólans er meðal annars að veita nemendum aðstoð hafi þeir orðið fyrir áföllum, annað hvort innan skólans eða í einkalífi.

Hér má lesa meira um áfallahjálp

 

Síðast uppfært: 15. apríl 2020