a) Úr almennum skólareglum:
- Innan vébanda skólans gilda landslög sem skólareglur án þess að þeirra sé sérstaklega getið.
- Reykingar, önnur tóbaksnotkun og notkun rafretta er óheimil í skólanum og á lóð hans.
- Í skólanum og á samkomum hans er óheimilt að hafa um hönd áfengi eða önnur vímuvaldandi efni eða að vera undir áhrifum þeirra. Ákvæði þetta nær einnig til námsferða á vegum skólans.
- Brjóti nemandi reglur skólans ber að veita honum/henni/háni munnlega ábendingu eða áminningu, við alvarlegri brot kemur til skrifleg áminning frá rektor og við ítrekað eða mjög gróft brot er nemanda vísað úr skóla.
b) Sérstakar vinnureglur:
- Ef hafa þarf afskipti af af nemanda á dansleik eða annarri samkomu á vegum skólans verður nemandinn boðaður í viðtal til forvarnafulltrúa svo fljótt sem verða má. Sé nemandinn yngri en 18 ára er foreldri/forsjáraðila þegar í stað gert viðvart.
- Ef starfsmaður skólans hefur vitneskju eða rökstuddan grun um meðhöndlun ólöglegra fíkniefna eða sjálfseyðandi hegðun nemanda ber honum að tilkynna það stjórnendum, forvarnafulltrúa eða námsráðgjafa til nánari athugunar.
- Tveir félagsmálafulltrúar úr röðum kennara eru tengiliðir við félagslíf á vegum Nemendafélags MH og eru þeir viðstaddir helstu fjöldasamkomur.
- Ef nemandi verður uppvís að ólöglegri fíkniefnanotkun innan skólans eða á skemmtunum á vegum hans skal vísa málinu til lögreglu. Ráðgjafar skólans hlutast til um úrræði í samræmi við eðli málsins, s.s. stuðningsviðtöl eða sérhæfða meðferð utan skólans. Hafni nemandi samvinnu er honum/henni/háni gert að víkja úr skóla.