Náms- og starfsráðgjöf

Allir nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð hafa aðgang að þjónustu náms- og starfsráðgjafa. Þeir hafa aðsetur á Iðavelli sem er á 1. hæð skólans og veita viðtöl eftir samkomulagi. Við skólann starfa þrír náms- og starfsráðgjafar:

Fríður Reynisdóttir, fridur@mh.is 
Ásdís Birgisdóttir, asdisbirgis@mh.is
Sigríður Birna Bragadóttir, sbb@mh.is 

Náms- og starfsráðgjöf er persónuleg leiðsögn við nemendur og fer fram í trúnaði. Nemendur geta leitað til náms- og starfsráðgjafa af margvíslegum ástæðum og einnig geta kennarar vísað nemendum til náms- og starfsráðgjafa. Náms- og starfsráðgjafar veita upplýsingar um nám og námsleiðir í Menntaskólanum við Hamrahlíð og aðstoða nemendur við að skipuleggja nám sitt. Þeir upplýsa einnig um nám í öðrum skólum. Á þetta m.a. við aðra framhaldsskóla, sérskóla og háskóla. Jafnframt er veitt aðstoð við að afla upplýsinga um nám erlendis.

Síðast uppfært: 11. janúar 2022