Karen Ástudóttir Kristjánsdóttir er jafnréttisráðgjafi MH.
Hún er nemendum og starfsfólki MH til ráðgjafar og stuðnings. Karen heldur utan um jafnréttisfræðslu fyrir nýnema og útskriftarefni, kemur að stefnumótun skólans í jafnréttismálum og tekur á móti ábendingum og athugasemdum.
Nemendur hafa kost á að leita til Karenar með tilkynningar í tengslum við ofbeldi, áreitni og óvelkomna hegðun í skólaumhverfinu. Hún fylgir þeim eftir í samráði við nemendur. Nemendur (og nemendaráð) eru hvött til þess að heyra í Karen ef þau eru með vangaveltur eða spurningar sem tengjast málaflokknum. Dæmi um slíkt er:
- ráðgjöf um rétta notkun persónufornafna,
- ráðgjöf þegar skólafélagi kemur út úr skápnum,
- vangaveltur varðandi eigin kynhneigð eða kynvitund,
- aðstoð vegna öráreitni, krefjandi skólafélaga eða kennara,
- ráðgjöf um samþykki og mörk í kynferðislegum samskiptum,
Listinn er ekki tæmandi :) Það má líka kíkja á hana til þess eins að spjalla.
Öll samtöl eru trúnaðarsamtöl.
Nemendur geta bókað viðtal hér eða með því senda póst á netfangið karen@mh.is. Karen er við á mánudögum milli 9:00 og 14:00. Karen er staðsett í Urðabrunni, vinnurými kennara í kjallaranum.
Karen er kynjafræðingur (MA) og doktorsnemi á Menntavísindasviði HÍ. Doktorsrannsókn hennar fellur undir hinsegin- og fjölskyldumál.