Sálfræðingur MH

 
Sálfræðingur skólans er Sólrún Ósk Lárusdóttir.
Sálfræðiþjónusta skólans felst í sálfræðilegri ráðgjöf og stuðningi við nemendur og eftir atvikum foreldra þeirra. Sálfræðingur er við á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum í Gimlé, við hliðina á netstjórum á fyrstu hæð. Nemendur geta bókað viðtal hér eða með því að senda póst á netfangið solrun@mh.is
 
Sólrún gegnir einnig hlutverki samskiptaráðgjafa MH. Nemendur hafa kost á að leita til samskiptaráðgjafa til að fá ráðgjöf í tengslum við krefjandi samskipti, samþykki og mörk, ofbeldi, áreitni og óvelkomna hegðun í skólaumhverfinu. Samskiptaráðgjöfin er staðsett í Fólkvangi sem er innst á sama gangi og skrifstofur námsráðgjafa eru staðsettar. Nemendur geta komið við í Fólkvangi á skólatíma á þriðjudögum eða bókað viðtal í samskiptaráðgjöf með því að senda póst á netfangið solrun@mh.is
 
Samskiptaráðgjafi tekur sömuleiðis við tilkynningum um einelti, ofbeldi, kynferðislega áreitni eða kynbundið áreiti sem hugsanlega viðgengst í skólanum. Þeim er fylgt eftir í samráði við EKKO teymi skólans. Hér er hægt að senda inn tilkynningu til EKKO teymisins.
Öll samtöl við sálfræðing/samskiptaráðgjafa eru trúnaðarsamtöl í samræmi við Siðareglur sálfræðinga.

 

Síðast uppfært: 13. ágúst 2025