Áfangaheiti

Heiti áfanga í nýrri námskrá

Allir áfangar nýrrar námskrár gefa til kynna heiti námsgreinar, hæfniþrep, röð áfanga innan greinar (sami bókstafur ef kjarnagrein, mismunandi ef valgrein) og einingafjölda samkvæmt nýju einingakerfi. 

Dæmi:  

ÍSLE2BB05:  ÍSLE(íslenska) 2 (á öðru hæfniþrepi) BB (annar kjarnaáfangi)05 (fjöldi nýrra eininga samsvarar 3 eldri einingum).

ÍSLE3CK05: ÍSLE(íslenska) 3 (á þriðja hæfniþrepi) CK (C –valáfangi með tvo undanfara og K-kvikmyndir) 05 (fjöldi nýrra eininga, samsvarar 3 eldri einingum).

Kröfur um hæfniþrep

Öllu námi í skólanum er skipt upp í fjögur hæfniþrep þar sem hærri þrepin byggja á þeim lægri. Fyrstu þrjú þrepin teljast til framhaldsskólastigs en fjórða þrepið telst á mörkum framhaldsskóla og háskóla. Til þess að ljúka stúdentsprófi má nám á fyrsta þrepi ekki vera meira en 1/3 af heildareiningum og nám á þriðja þrepi þarf að vera að lágmarki 1/6 af heildareiningum.


Nýjar og gamlar einingar

Allir nýir áfangar enda á tölu sem gefur til kynna einingafjölda í nýjum einingum framhaldsskóla (f-einingum). Áfanginn ÍSLE2BB05 í dæminu hér á undan telst því vera 5fe (f-einingar) eða 3e (eldri einingar).

Áfangaheiti í eldri námskrá er þrír bókstafir (venjulega þrír fyrstu stafir í greinarheitinu) og fjögurra stafa tala. Fyrsti tölustafur segir til um röð áfanga innan greinarinnar (1, 2, 3 o.s.frv.). Næsti tölustafur greinir hliðstæða áfanga hvern frá öðrum. Þriðji tölustafur í áfangaheitinu segir til um einingafjölda áfangans (oftast 2 eða 3). Fjórði tölustafur segir til um fjölda kennslustunda á viku (miðað er við fjörutíu mínútna kennslustundir) og er þá samkvæmt framansögðu venjulega tvöfaldur einingafjöldinn. 

Út úr áfangaheitinu ENS1036 má þá lesa að þetta sé fyrsti áfangi í ensku, gefi þrjár einingar og sé kenndur á fjórum klukkustundum á viku sem jafngilda sex fjörutíu mínútna kennslustundum. Áfangaheitið ENS1034 hefur sömu merkingu að öðru leyti en því að sá áfangi er hraðferð og kenndur á færri klukkustundum á viku. Hliðstætt gildir um ENS1038, sá áfangi er hægferð og því kenndur á fleiri klukkustundum á viku.

Síðast uppfært: 03. febrúar 2017