Áfangaheiti

Heiti áfanga í námskrá

Allir áfangar í námskrá gefa til kynna heiti námsgreinar, hæfniþrep, röð áfanga innan greinar (sami bókstafur ef kjarnagrein, mismunandi ef valgrein) og einingafjölda samkvæmt nýju einingakerfi. 

Dæmi:  

ÍSLE2BB05:  ÍSLE(íslenska) 2 (á öðru hæfniþrepi) BB (annar kjarnaáfangi)05 (fjöldi nýrra eininga samsvarar 3 eldri einingum).

ÍSLE3CK05: ÍSLE(íslenska) 3 (á þriðja hæfniþrepi) CK (C –valáfangi með tvo undanfara og K-kvikmyndir) 05 (fjöldi nýrra eininga, samsvarar 3 eldri einingum).

Kröfur um hæfniþrep

Öllu námi í skólanum er skipt upp í fjögur hæfniþrep þar sem hærri þrepin byggja á þeim lægri. Fyrstu þrjú þrepin teljast til framhaldsskólastigs en fjórða þrepið telst á mörkum framhaldsskóla og háskóla. Til þess að ljúka stúdentsprófi má nám á fyrsta þrepi ekki vera meira en 1/3 af heildareiningum og nám á þriðja þrepi þarf að vera að lágmarki 1/6 af heildareiningum.Síðast uppfært: 04. september 2018