Jafnréttisráðgjafi MH er Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir.
Sveina er nemendum og starfsfólki MH til ráðgjafar og stuðnings í öllu sem viðkemur jafnréttismálum. Hún heldur utan um jafnréttisfræðslu fyrir nýnema og útskriftarefni, kemur að stefnumótun skólans í jafnréttismálum og tekur á móti ábendingum og athugasemdum.
Nemendur (og nemendaráð) eru hvött til þess að heyra í Sveinu ef þau eru með vangaveltur, ábendingar eða spurningar sem tengjast málaflokknum.
Hægt er að hafa samband við hana á netfangið sveina@mh.is
Síðast uppfært: 21. ágúst 2025