Jafnréttisráðgjafi MH er Sveina Hjördís Þorvaldsdóttir.
Sveina er nemendum og starfsfólki MH til ráðgjafar og stuðnings í öllu sem viðkemur jafnréttismálum. Hún heldur utan um jafnréttisfræðslu fyrir nýnema og útskriftarefni, kemur að stefnumótun skólans í jafnréttismálum og tekur á móti ábendingum og athugasemdum.
Nemendur (og nemendaráð) eru hvött til þess að heyra í Sveinu ef þau eru með vangaveltur eða spurningar sem tengjast málaflokknum. Dæmi um slíkt er:
- Ráðgjöf um hinsegin málefni,
- Ráðgjöf um samþykki og mörk í kynferðislegum samskiptum,
- Aðstoð vegna mismununar í skólaumhverfinu.
Listinn er ekki tæmandi og það má kíkja í spjall til Sveinu. Öll samtöl eru trúnaðarsamtöl.
Nemendur geta bókað viðtal með því að senda póst á netfangið
sveina@mh.is, eins er ávallt hægt að líta inn á meðan viðveru stendur án þess að panta tíma.
Sveina er í húsi flesta daga en er með fasta viðveru í Gimlé á þriðjudögum frá 10 – 12. Gimlé er staðsett á sama gangi og skrifstofur námsráðgjafa.
Nemendur geta ávallt leitað til Sveinu með ábendingar eða vangaveltur um málefni sem viðkoma jafnrétti.