Listdansbraut

LIS - listdansbraut.

Með námi á listdansbraut er lagður góður grunnur að framhaldsnámi í listdansi. Ennfremur getur brautin nýst sem undirbúningur fyrir fjölmargt annað nám á háskólastigi. Danshluti námsins fer fram utan við MH skv. þjónustusamningi við sérskóla. Að jafnaði stundar nemandi því bæði bóklegt og verklegt nám samtímis. 

Nemandi velur annaðhvort klassíska listdansbraut eða nútímalistdansbraut. Á nútímalistdansbraut er hægt að velja um tvær námsleiðir, annaðhvort jazz- og nútímadanslínu eða nútíma- og samtímadanslínu.

Hér fyrir neðan er að finna brautarplön fyrir mismunandi námsleiðir listdansbrautar sem gilda fyrir nemendur sem hefja nám haust 2020. Eldri nemendur ræða við áfangastjóra eða námsráðgjafa til að fá upplýsingar um hvað hefur breyst. Líffræðiáfanginn LÍFF3CL05 hefur tekið við af LÍFF2BB05 og þurfa nemendur undanþágu frá undafara til að geta valið hann í Innu. Sótt er um undanþágu á heimasíðunni.

Klassísk listdansbraut

Nútímalistdansbraut skiptist í eftirfarandi línur:

Jazz- og nútímadanslína

Nútíma- og samtímadanslína

Excel skjal fyrir listdansbraut

_____________________________________

Hér fyrir neðan er eldri uppbygging listdansbrautarinnar fyrir nemendur sem innrituðust fyrir haustið 2020.

Eldri uppbygging listdansbrautar

 

Síðast uppfært: 02. febrúar 2022