Covid-19

Vor 2020: Hér má finna pósta sem sendir eru til nemenda og ýmsar aðrar upplýsingar varðandi samkomubannið.

Póstur vegna prófsýningar og vals vor 2020

Póstur frá rektor varðandi útskrift - sendur 14. maí

Póstur frá rektor í lok apríl vegna heimaprófa

Bréf frá prófstjóra vegna lokaprófa í maí

Bréf sem rektor sendi á nemendur 16. apríl, þegar ljóst var að próf yrðu ekki húsinu.

Bréf sem rektor sendi á nemendur 3. apríl, þegar ljóst er að samkomubann verði framlengt

Bréf sem Bóas Valdórsson sálfræðingur MH sendi til nemenda 1.apríl

Bréf sent til að minna á hvernig farið er inn á TEAMS. Ef nemendur hafa ekki leyniorð þá þarf að senda póst á netstjori@mh.is og gefa upp kennitöluna og þá býr netstjórinn til nýtt lykilorð.

Bréf sent til nemenda og forráðamanna sunnud. 30. mars um stöðuna þegar 2 vikur eru liðnar af samkomubanni og sú þriðja að byrja.

Bréf sent til IB nemenda 23. mars vegna breytinga á IB

Bréf sent til nemenda og forráðamanna mánudaginn 23. mars um stöðuna og kennslustundalausan miðvikudag.

Bréf sent til nemenda frá námsráðgjöfum 18. mars

póstur til foreldra 15. mars eftir að samgöngubann var sett á má finna hér á heimasíðunni.

Póstur var sendur á nemendur í dag 15. mars varðandi viðveruskráningu á meðan á samkomubanni stendur.

________________________

Spurt og svarað - Please use google translate for English

Margar spurningar hafa komið fram um þá sem eru í sóttkví og frá þeim sem eru í sóttkví og höfum við fengið svör við þeim frá Landlæknisembættinu.

Spurning 1. Þar sem ljóst er að náið samneyti er í fjölskyldum eiga þá fjölskyldur nema í sóttkví einnig að vera í sóttkví í þennan tilgreinda tíma?

Svar: Ef viðkomandi nemandi eða starfsmaður er ekki með einkenni en þarf að vera í sóttkví þurfa fjölskyldumeðlimir ekki að vera í sóttkví nema þeir hafi sjálfir umgengist smitaðan einstakling. Mikilvægt er þó að huga vel að sóttvörnum á heimilinu og minnka náin samskipti eins og kostur er. Sjá leiðbeiningar fyrir einstaklinga í sóttkví. Ef einstaklingur sem hefur verið útsettur fyrir smiti fær einkenni á meðan á sóttkví stendur er brýnt að viðkomandi hafi samband við sína heilsugæslustöð eða vaktsíma 1700 og fái ráðgjöf.

Spurning 2: Ef fjölskyldumeðlimur er kennari í öðrum framhaldsskóla eða starfar á fjölmennum vinnustað í nánu samneyti við aðra á sá hinn sami að mæta til vinnu?

Svar: Ef einhver í fjölskyldu kennara er í sóttkví, en ekki með einkenni, getur viðkomandi kennari haldið áfram sínum störfum. Ef sá sem er í sóttkví fær einkenni fer hann í einangrun og eiga aðrir sem hafa verið á heimilinu að fara í sóttkví.

Spurning3. Eru kvef, hósti, hálsbólga, hausverkur og slappleiki (þetta íslenska kvef) án hita og beinverkja tilefni til þess að nemi/kennari í sóttkví fari í sýnatöku fyrir COVID-19?

Svar: Já, þegar vitað er um útsetningu fyrir kórónaveirusmiti eru öll öndunarfæraeinkenni grunsamleg og kalla á sóttkví annarra á heimilinu.

Spurning 4. Eiga systkini nema í sóttkví að sækja áfram sína skóla?

Svar: Á meðan sá sem er í sóttkví hefur engin einkenni er öðru heimilisfólki sem ekki hefur sjálft umgengist einstaklinga með COVID-19 sjúkdóm óhætt að sækja sinn skóla/vinnu. Mikilvægt er þó að huga að sóttvörnum, sýna varkárni og ef grunur vaknar um einkenni hjá þeim sem er í sóttkví skal leita ráðgjafar í síma 1700 eða á heilsugæslu.

Síða með spurt og svarað um skólastarf á neyðarstigi almannavarna.

Síða með upplýsingar um COVID-19 fyrir börn og ungmenni.

Það sem þú þarft að vita um COVID-19 (Landlæknisembættið)

COVID-19 - ýmsar hagnýtar upplýsingar

 

Algengar spurningar til okkar í MH:

  • Getur nemandi 18 ára eða eldri skráð veikindi? Já það er hægt í Innu.
  • Ég er í sóttkví en með fullt af fjarvistum, hvernig stendur á því? Veikindi verða sett inn um leið og við komumst í það verkefni - það er bara svo brjálað að gera.
  • Ég fór í sóttkví 10. mars vegna hugsanlegrar sýkingar í tíma 6. mars, hvenær má ég koma til baka ? Skv. öllu áttu að vera í 2 vikur frá hugsanlegri sýkingu og eins og stendur gerum við ráð fyrir að þú komir til baka 20. mars. Við höfum hins vegar séð bréf sem þið fenguð sem segir 24. mars svo við munum kanna þetta betur. SVAR komið við þessu - þið eruð í sóttkví frá 6. mars og til 19. mars ekki 24. mars.
  • Breytist raunmæting mín ef ég mæti ekki í tíma? Já hún breytist þar sem raunmæting þýðir að þú varst ekki á staðnum. Að sjálfsögðu skoðum við allar mætingar í ljósi þess sem er í gangi og allt verður endurskoðað.
  • Hvað geri ég ef mig langar að fá að taka þátt í tíma í rauntíma? Sendu kennaranum póst og hann og nemendur í hópnum græja það. Það gengur t.d. vel í þeim hópum sem við höfum frétt af.
  • Ef ég er í sóttkví, þarf ég að tilkynna veikindi alla daga? Nei þú þarft að senda póst upphaflega þegar þú hefur fengið þessar fréttir og þá er þér sagt að skrá veikindi á Innu. Eftir það þarftu ekki að skrá aftur. 
  • Ef ég er heima vegna fjölskylduaðstæðna út af  COVID-19, þarf ég þá að skrá veikindi á hverjum degi? Já, við viljum það þar sem aðstæður þínar heima gætu breyst, þú ert ekki í sóttkví og þú gætir komið í skólann.
  • "Barnið" mitt er orðið 18 ára og ég fæ enga pósta frá ykkur, get ég komist á póstlista? Eina leiðin sem við höfum er að "barnið" þitt veiti þér aðganga og upplýsingar um það má finna í frétt á heimasíðunni.

 

Síðast uppfært: 08. janúar 2021