Fræðsla um forvarnir

Fræðsla um forvarnir og heilbrigða lífshætti hefst í lífsleikniáfanga á fyrstu námsönn. Hún er enn fremur tengd námsefni kjarnaáfanga í félagsfræði og náttúrufræði og er órofa hluti af líkamsræktarkennslu sem nær yfir allan námstímann. Auk fræðslu um fíkniefni og skaðleg áhrif þeirra er komið inn á mataræði, átraskanir, kynlíf, kynsjúkdóma, sjálfsmynd o.fl. Öllum kennurum er ætlað að stuðla að framgangi forvarnastefnunnar. 

Síðast uppfært: 24. september 2017