Persónulegir erfiðleikar

Ráðgjöf vegna persónulegra erfiðleika er umfangsmikill hluti náms- og starfsráðgjafar. Nemendur eru hvattir til að leita aðstoðar ef þeir glíma við slíka erfiðleika og náms-og starfsráðgjafar vinna í samstarfi við sálfræðing skólans að lausn mála. Sterk tengsl eru á milli líðanar nemenda og námsárangurs.

Ef ástæða þykir til vísa náms- og starfsráðgjafar nemendum á sérfræðiaðstoð utan skólans m.a. til heilsugæslulækna, sálfræðinga, geðlækna og félagsþjónustu eða þjónustumiðstöðva í hverfum. Auk stuðningsviðtala við nemendur er boðið upp á fjölskylduviðtöl með nemendum og forráðamönnum þeirra. Einnig er bent á þjónustu sálfræðings skólans.

Erfiðar félagslegar aðstæður nemenda geta verið t.d. skilnaður foreldra, mikill kvíði, prófkvíði, þungun, fóstureyðing, lítið sjálfstraust, þunglyndi, depurð, vinaleysi, einelti, samskiptaerfiðleikar m.a. við foreldra, ýmiss konar veikindi, vímuefnanotkun, sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir.

Stundum gætir misskilnings um eðli þunglyndis sem er ekki merki um dugleysi eða leti, heldur getur lagst á alla án tillits til aldurs eða þjóðfélagsstöðu. Nemendum er einnig bent á hjálparsíma Rauða krossins sem er opinn án endurgjalds allan sólarhringinn S: 1717.

Ýmsir tenglar á heimasíður:          

Síðast uppfært: 10. október 2022