Námserfiðleikar

Nemendur sem hafa fengið greiningu um námserfiðleika hjá sérkennara, sálfræðingi eða lækni þegar þeir byrja í skólanum eiga að koma í viðtal til náms- og starfsráðgjafa sem fyrst.

Allir nemendur skólans fá hálftíma lengri tíma í annarprófum og þeir sem eru með greiningar geta sótt um að taka próf í sérstofu. Þeir sem eru lesblindir geta óskað eftir að prófin séu lesin inn á MP3spilara og/eða að þau séu sett á lituð blöð.

Nemendur þurfa að sækja um þessa sérþjónustu. Umsóknarfrestur er auglýstur á skólaskjánum hverju sinni.

Námserfiðleikar eru af ýmsum toga. Má þar nefna skort á skipulagningu, áhugaleysi, lélega mætingu, ýmsa persónulega erfiðleika sem hafa áhrif á einbeitingu nemenda við námið auk sértækra námserfiðleika eins og t.d. lesblindu, leshömlun, talnablindu/ stærðfræðierfiðleika o.fl. Sjá nánari upplýsingar og/eða tengla hér fyrir neðan:

Lesblinda (dyslexia)                                                                                                         
Þeir sem eiga við lestrar- og/eða stafsetningarörðugleika að etja geta farið í greiningu hjá sálfræðingum og sérkennurum.
Lesblindir nemendur taka sérkennsluáfanga í íslenskri stafsetningu sem venjulega er í boði á hverri vorönn ef þeir ná ekki lágmarkseinkunn í stafsetningu í ÍSLE2AA05.                  

Stærðfræðierfiðleikar (dyscalculia)

Margir nemendur eiga í erfiðleikum með stærðfræði sem farið er að greina sem dyscalculiu. Í námsveri skólans er hægt að fá aðstoð í stærðfræði í fyrstu tveimur áföngunum.

ADHD og ofvirkni                                                                                                        
Athyglisbrestur og ofvirkni, oft kallað ADHD í daglegu tali, er taugaþroskaröskun sem kemur yfirleitt snemma fram eða fyrir 7 ára aldur og getur haft víðtæk áhrif á daglegt líf, nám og félagslega aðlögun. Athyglisbrestur og ofvirkni er algerlega óháð greind. ADHD er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir “Attention Deficit Hyperactivity Disorder” eða athyglisbrest og ofvirkni. Einnig er til greining um athyglisbrest án ofvirkni sem skammstafað er ADD og er stundum kallað vanvirkni.   

Nemendur með annað móðurmál en íslensku                                              
Reglugerð nr. 654/2009 kveður á um rétt nemenda í framhaldsskólum, sem hafa annað móðurmál en íslensku eða hafa dvalist langdvölum erlendis og hafa litla kunnáttu í íslensku, til kennslu í íslensku.  Boðið er upp á aðstoð í námsveri MH fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þar starfa tveir sérkennarar sem aðstoða nemendur og fagkennarar eftir þörfum.

Vefsíður:       

Menntamálastofnun (opnast í nýjum glugga) þar sem hægt er að komast inn á krakka- og unglingavefsíður til að æfa sig í verkefnum.

Hljóðbókasafn (opnast í nýjum glugga) er vefsíða Hljóðbókasafns Íslands þar sem hægt er að fá hljóðbækur fyrir lesblinda nemendur.

Lestrarmiðstöðin (opnast í nýjum glugga) er staðsett í Mjóddinni í Breiðholti.

Betra nám (opnast í nýjum glugga) er vefsíða sem býður upp á ýmsa þjónustu fyrir t.d. leserfiðleika og stærðfræðierfiðleika.

Nemendaþjónustan (opnast í nýjum glugga) er vefsíða þar sem hægt er að panta aukatíma í ýmsum námsgreinum, einstaklings- og hóptíma.

ADHD (opnast í nýjum glugga) er heimasíða ADHD samtakanna. Þar er hægt finna upplýsingar og aðstoð vegna athyglisbrests.

Rasmus (opnast í nýjum glugga) er vefsíða þar sem hægt er að æfa sig í stærðfræði, tölvulæsi, jarðfræði og stjörnufræði.

Síðast uppfært: 15. febrúar 2022