Framhaldsnám

Nemendur leita eftir ýmiss konar upplýsingum varðandi námið í skólanum og utan hans. Náms- og starfsráðgjafar hafa bæklinga og  upplýsingar um vefsíður annarra framhaldsskóla, sérskóla og háskóla. Reynt er að hafa nýjustu upplýsingar á takteinum og fylgjast með breytingum á námi og námsleiðum. Í tengslum við náms- og starfsfræðslu fer fram ráðgjöf vegna vals á námi og starfi en margir nemendur eru tvístígandi um hvaða nám henti þeim og hvernig nám og störf tengjast.

Benda má á ýmsa tengla til öflunar á upplýsingum um íslenska skólakerfið og skólakerfi erlendis.  Meginhlutverk Upplýsingastofu háskólastigsins (sjá hér að neðan) er að safna og miðla upplýsingum um nám á háskólastigi, við listaskóla, iðnskóla, tækniskóla og ýmsa fagskóla.

Einnig er hægt að fá upplýsingar um hvernig best er að bera sig að við atvinnuleit m.a. á eftirfarandi tenglum: Vinnumálastofnun, job eða vinnan, Áttaviti Hins hússins, Fara bara.

Fleiri heimasíður og fróðlegar upplýsingar:

  • Iðan fræðslusetur, (Samtök iðnaðarins) starfslýsingar og tenglar í skóla og atvinnulíf 
  • Íslenskar starfslýsingar og færnikröfur starfa  
  • Onet canter, lýsingar á öllum störfum. Atvinnuhorfur o.fl. (síða bandarísku vinnumálastofnunarinnar)  
Síðast uppfært: 17. janúar 2019