Áhugasviðskannanir

Margir nemendur eru tvístígandi um hvar áhugasvið þeirra liggur og hvert skuli stefna. Þetta á bæði við um nýnema og ekki síst þá sem eru að ljúka stúdentsprófi og standa frammi fyrir vali á áframhaldandi námi. Áhugasvið nemenda skiptir miklu máli varðandi náms- og starfsval.      

Hægt er að kanna skipulega ýmsa möguleika með hliðsjón af áhugasviði. Til þess er notað áhugasviðskönnun BENDILL (sjá upplýsingar) sem er rafrænt próf á íslensku sem er staðlað og byggt á rannsóknum. Könnunin er ætluð fyrir nemendur 18 ára og eldri en aðrar kannanir hafa stundum verið notaðar fyrir yngri nemendur.

ATH. Nemendur greiða sjálfir fyrir þessar áhugasviðskannanir hjá fjármálastjóra skólans og panta tíma hjá námsráðgjafa til að taka könnina sem tekur um 40 mínútur með túlkun.

 

Síðast uppfært: 12. júní 2018