Upplýsingatækni


Markmið skólans er að vera í forystu um notkun upplýsingatækni í námi, kennslu og stjórnsýslu. Í því felst m.a. að

 • í sem flestum námsgreinum kynnist nemendur tölvu- og upplýsingatækni sem öflugu hjálpartæki til innihaldsríkara náms.
 • allir hafi greiðan aðgang að upplýsingum á innra neti skólans og komið verði á tryggum rafrænum boðleiðum meðal allra starfsmanna.


Leiðir skólans að þessum markmiðum felast einkum í markvissri endurmenntun kennara, stórbættum tækjakosti og stuðningi við þróunarstarf. Meðal annars skal:

 • fara fram þarfagreining m.t.t. brýnustu endurmenntunar kennara,
 • halda námskeið sérsniðin að þörfum MH-kennara,
 • greiða götu kennara sem vilja sækja fyrirlestra og ráðstefnur,
 • fá utanaðkomandi ráðgjafa til að vinna með kennurum,
 • bjóða fastráðnum kennurum styrk til fartölvukaupa,
 • þróa heimasíðu skólans sem gagnvirkt kennslu- og samskiptatæki,
 • ætlast til þess að allir kennarar (og flestir aðrir starfsmenn) nýti tölvupóst,
 • gera nemendum kleift að að nota eigin fartölvur í skólahúsnæðinu,
 • efla og útvíkka þráðlausa tölvunetið þannig að það nái til alls skólahúsnæðisins,
 • auka aðgengi nemenda að tölvum á bókasafni, Miðgarði og öðrum vinnusvæðum,
 • fjölga færanlegum fartölvuverum,
 • koma upp föstum búnaði í kennslustofum,
 • skapa vettvang fyrir kennara til að ræða reglulega reynslu sína af fartölvunotkun, skiptast á þekkingu og íhuga tölvunoktun í samhengi við kennsluþróun í skólanum almennt.
Síðast uppfært: 26. október 2017