Varðveisla persónuupplýsinga og afhending til þriðja aðila
Þar sem MH er afhendingarskyldur aðili, sbr. lög nr. 77/2014 um opinber skjalasöfn, er skólanum óheimilt að ónýta eða farga nokkru skjali sem fellur undir gildissvið laganna nema með heimild þjóðskjalavarðar. Þær persónuupplýsingar sem skólinn vinnur með verða því afhentar Þjóðskjalasafni þegar þær hafa náð tilskildum aldri (pappírsskjöl 30 ára, rafræn skjöl 5 ára) nema að grisjunar- eða lagheimild liggi fyrir eyðingu þeirra.
Persónuupplýsingar sem MH vinnur með eru varðveittar í nokkrum tölvukerfum og í pappírsskjalasafni. Aðgengi að upplýsingum er stýrt og enginn á að hafa aðgang að persónuupplýsingum annarra nema hafa til þess heimild. Heimildir eru bundnar við þá einstaklinga sem starfs síns vegna þurfa að hafa aðgang að upplýsingunum. Ekki hafa allir sama aðgang að upplýsingum heldur einungis þann sem viðkomandi þarf á að halda til að geta sinnt starfi sínu. MH er í samstarfi við nokkra vinnsluaðila sem eiga og/eða reka tölvukerfi þar sem unnið er með persónuupplýsingar nemenda. Listi yfir þá er varðveittur í sérstöku fylgiskjali með þessari stefnu, GAT 002. Starfsfólk og samstarfsaðilar MH eru bundnir trúnaði og öryggisráðstafanir hafa verið gerðar til að hindra að persónuupplýsingar glatist, verði birtar eða veittur aðgangur að þeim í leyfisleysi.
Afhending upplýsinga til þriðja aðila
MH afhendir ekki þriðja aðila persónuupplýsingar nema skólanum beri lagaleg skylda til þess, einstaklingur hafi sérstaklega óskað eftir því eða gefið óyggjandi samþykki fyrir því. Slíkt samþykki er hægt að afturkalla en þó ekki afturvirkt.