Ráðningar

Meginregla er að auglýsa öll laus störf eftir því sem við verður komið.

Við úrvinnslu umsókna er leitað álits þeirra sem starfa munu nánast með hinum nýja starfsmanni, viðtöl eru tekin við þá sem helst koma til greina og spurst er fyrir hjá fyrri vinnuveitendum eða öðrum sem veitt geta upplýsingar.

Auk viðeigandi menntunar er sóst eftir fólki sem ætla má að hafi til að bera góða samskiptahæfni, sköpunargleði og áhuga á að vinna með ungu fólki. Við ákvörðun um ráðningu er þess gætt að byggja á málefnalegum forsendum og hugað að formlegum rökstuðningi sem kynni að verða leitað eftir.

Öllum umsækjendum er tilkynnt um niðurstöðu að henni fenginni. Starfsmaður skal hafa tækifæri til þess að kynna sér starfsmannahandbók skólans áður en hann undirritar ráðningarsamning.

Síðast uppfært: 04. apríl 2019