Vinnsla persónuupplýsinga

MH er afhendingarskyldur aðili til Þjóðskjalasafns skv. lögum um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og varðveitir því öll gögn fram að skilum til Þjóðskjalasafns.

Hugtakið vinnsla persónuupplýsinga er túlkað rúmt, s.s. söfnun upplýsinga, skráning, geymsla og eyðing telst vinnsla, sbr. 4 tl. 3. gr. persónuverndarlaga nr. 90/2018.

MH leggur áherslu á að gætilega sé farið með persónuupplýsingar og meðferð þeirra sé ávallt samkvæmt lögum og reglum. Markmið skólans er að ekki sé gengið lengra í vinnslu persónuupplýsinga en þörf krefur til að ná markmiði vinnslunnar, sem þýðir að MH vinnur ekki upplýsingar umfram það sem nauðsynlegt þykir. Í vinnsluskrá skólans kemur fram hvaða persónuupplýsingar eru unnar um nemendur og hvaða heimildir eru fyrir hendi. Markmið skólans er að ávallt sé unnið samkvæmt meginreglum persónuverndarlaganna:

  • Vinnsla persónuupplýsinga skal vera lögleg og sanngjörn.
  • Persónuupplýsingar skal skrá í sérstökum og skýrum tilgangi og ekki má nota þær síðar í öðrum óskyldum tilgangi.
  • Upplýsingarnar skulu vera viðeigandi og ekki umfram það sem nauðsynlegt er miðað við tilgang vinnslunnar.
  • Þær skulu vera áreiðanlegar og uppfærðar eftir þörfum.
  • Þær skal varðveita eins lengi og þörf er á eða lög kveða á um.
  • Viðeigandi öryggi þeirra skal vera tryggt.
  • Þær eru ekki afhentar öðrum nema á grundvelli lagskyldu eða með samþykki hins skráða að uppfylltum skilyrðum þess.
Síðast uppfært: 17. janúar 2020