Hvaðan koma persónuupplýsingarnar?

Að jafnaði aflar skólinn persónuupplýsinga beint frá þeim einstaklingi sem upplýsingarnar varða. Við tilteknar aðstæður geta upplýsingarnar þó komið frá þriðja aðila, t.d. Þjóðskrá, heilbrigðisstofnun eða öðrum þriðja aðila. Þegar upplýsinga er aflað frá þriðja aðila mun skólinn leitast við að upplýsa um slíkt, eftir því sem við á.

Skráningar varðandi starfsfólk og nemendur í INNU

Upplýsingar koma frá starfsmanni og nemanda sjálfum, forráðamanni, rektor, kennara, náms- og starfsráðgjafa eða öðru starfsfólki skólans sem hefur heimild til þess að veita þær.

Tölvupóstur

Tölvupóstur sem sendur er til og frá starfsmönnum MH er varðveittur í tölvupóstkerfi skólans og/eða Innu og skjalavistunarkerfinu GoPro eftir því sem við á. Nemendur og starfsmenn geta sent hver öðrum póst í gegnum Innu og hann er varðveittur þar.

Upplýsingar um greiningar/sérþarfir nemenda

Upplýsingar koma frá nemanda eða forráðamanni.

Myndir

Mynd af starfsmanni og/eða nemanda til birtingar í auglýsingaefni skólans, á heimasíðu eða samfélagsmiðli á vegum skólans, er aðeins birt að fenginni heimild frá viðkomandi og, ef það á við, forráðamanni hans. Starfsmaðurinn og/eða nemandinn getur dregið heimildina til baka (eða forráðamaður ef það á við) hvenær sem er og skal ætíð brugðist strax við því og myndin fjarlægð.

Undanþága frá kröfum um heimild til myndbirtingar varðar hópmyndir sem teknar eru í skólanum eða á viðburðum á vegum hans. Þá er grundvallaratriði að enginn einn starfsmaður/nemandi sé í brennidepli myndarinnar. Starfsmaður/nemandi og/eða forráðmaður (ef við á) getur farið fram á að slíkar myndir verði fjarlægðar af vef skólans eða samfélagsmiðli án þess að gefa upp ástæðu.

Síðast uppfært: 10. október 2019