Persónuverndarstefna

Menntaskólinn við Hamrahlíð (hér eftir nefndur MH eða skólinn) ber ábyrgð á vinnslu persónuupplýsinga sem fer fram hjá skólanum. Lögð er áhersla á að meðferð og vinnsla upplýsinganna sé í samræmi við ákvæði laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 sem tóku gildi 15. júlí 2018.

Markmið persónuverndarstefnu MH er að útskýra hvers konar upplýsingum skólinn safnar um einstaklinga, um hverja, í hvaða tilgangi og hvað er gert við þær. Rétti einstaklings varðandi persónuupplýsingar er lýst og honum bent á úrræði ef hann óskar eftir upplýsingum eða honum þykir á sér brotið.

MH leitast við að tryggja áreiðanleika, trúnað og öryggi persónuupplýsinga sem skólinn vinnur með hverju sinni. Persónuverndarstefna skólans kann því að taka breytingum í kjölfar reglubundins eftirlits og úttekta. Breytingar á stefnunni öðlast gildi við birtingu uppfærðrar stefnu á vefsíðu skólans, mh.is.

Persónuverndarfulltrúi MH er Halldóra S. Sigurðardóttir. Netfang: personuvernd@mh.is.

Persónuverndarstefna MH inniheldur eftirtalda kafla:

Persónuupplýsingar – skilgreining

Meðferð og vinnsla persónuupplýsinga

Um hverja safnar MH persónuupplýsingum?

Hvers konar persónuupplýsingar vinnur MH með og í hvaða tilgangi?

Hvaðan koma persónuupplýsingarnar?

Varðveisla persónuupplýsinga

Afhending upplýsinga til þriðja aðila

Öryggi upplýsinga

Réttur einstaklinga

Eftirlit

Eyðublað á pdf-formi fyrir athugasemdir eða beiðni um upplýsingar

Síðast uppfært: 15. október 2019