Forvarnastefna

Markmið Menntaskólans við Hamrahlíð er að efla alhliða forvarnir og heilsuvernd. Í því felst m.a.

  • að taka þátt í verkefninu Heilsueflandi framhaldsskóli.

  • að stuðla að heilbrigðum lífsháttum og traustri sjálfsmynd nemenda,
  • að koma í veg fyrir reykingar, áfengisneyslu og aðra vímuefnanotkun nemenda,
  • að styðja nemendur sem vilja losna úr ánauð vímuefna.

Leiðir skólans að þessum markmiðum felast einkum í starfi forvarnafulltrúa, skýrum reglum og almennri fræðslu. Þá leggur skólinn áherslu á fjölbreytni í líkamsræktarkennslu og að nemendum bjóðist hollur matur á hóflegu verði innan skólans.

Forvarnafulltrúi
Námsráðgjafi gegnir jafnframt hlutverki forvarnafulltrúa sem ætlað er

  • að samhæfa forvarnafræðslu fyrir nemendur og starfsfólk,
  • að vera til viðtals fyrir nemendur, starfsfólk og þá sem skólanum tengjast,
  • að aðstoða nemendur sem vilja hætta neyslu og styðja nemendur sem hafa valið sér líf án áfengis, tóbaks og ólöglegra vímuefna.
  • að vera talsmaður forvarnastefnunnar og fylgja henni eftir í samráði við stjórnendur.

Forvarnafulltúi er Fríður Reynisdóttir námsráðgjafi. Netfang: fri@mh.is

Forvarnareglur

Fræðsla um forvarnir

 

Síðast uppfært: 27. mars 2019