Umhverfisvitund

Áherslur í umhverfismennt

Markmið skólans er að efla umhverfisvitund. Í því felst m.a.

  • að stuðla að ábyrgri afstöðu til náttúrulegra gæða og auðlindanýtingar,
  • að glæða skilning á vistkerfum og sjálfbærri þróun,
  • að skapa tækifæri til útivistar í íslenskri náttúru,
  • að tengja umhverfismál við sögu og menningu þjóðarinnar,
  • að vera til fyrirmyndar og hvetja til góðrar umgengni um náttúru, híbýli og nánasta umhverfi.


Öllu starfsfólki skólans er uppálagt að sýna gott fordæmi og leiðbeina um góða umgengni í skólanum og í ferðum á vegum hans.

Skólinn dró Grænfána að húni á vorönn 2016.

Síðast uppfært: 26. október 2017