Stöðupróf

Stöðupróf í sænsku og norsku - lesið textann vandlega áður en þið skráið ykkur í stöðupróf (neðar á síðunni)

Árlega býður Menntaskólinn við Hamrahlíð upp á stöðupróf í norsku og sænsku. Stöðuprófin eru haldin í maí og desember þegar prófað er í norsku eða sænsku skv. próftöflu hverju sinni. Hlutverk stöðuprófa er að meta þekkingu, hæfni og leikni próftaka í viðkomandi tungumáli á framhaldsskólastigi. Eðli stöðuprófa er ekki bundið við einstaka áfanga framhaldsskólans. Stöðupróf í norsku og sænsku er fyrir nemendur sem hafa lokið grunnskólaprófi í viðkomandi máli eða eru að ljúka prófum úr 10. bekk (stöðupróf í maí). Nemendur geta ekki farið í stöðupróf ef þeir sitja áfanga í viðkomandi tungumáli í MH. 

Stöðupróf í norsku og sænsku eru samin með hliðsjón af gildandi námskrá viðkomandi tungumála. Efnið á stöðuprófi er ígildi framhaldsskólanáms í Norðurlandamáli.  Próftakar ættu að hafa góðan grunn í viðkomandi tungumáli líkt og um móðurmál væri að ræða. Athugið að munnlegi þátturinn er ekki prófaður í stöðuprófinu þar sem próftakar þurfa að hafa góðan grunn og reynslu af tungumálinu. Þess er gætt að haga uppbyggingu prófa með þeim hætti að þau sýni þekkingu, hæfni og leikni próftakans sem best.

Próftakar þurfa að vera meðvitaðir um að dæmigerður einkunnakvarði á ekki við um stöðuprófin. Athugið að aðeins er hægt að þreyta stöðupróf einu sinni.

Einkunnaskali: M = Áfangi metinn, E = Áfangi ekki metinn , H = Hætt í áfanga / mætti ekki í prófið

Kröfur:

Til að fá fyrsta áfanga (AA)  í norsku eða sænsku metinn þarf próftaki að ná 80 stigum af 100 á stöðuprófi og til að fá framhaldsáfanga (BB) metinn þarf að ná 90 stigum af 100 á stöðuprófi. Einungis er hægt að fá tvo áfanga metna (AA og BB) með stöðuprófinu.

Hvað er prófað? Hvað þarf að kunna til að standast prófið?

Í prófinu er prófað í lesskilningi, ritun, málfræði, orðaforða og stafsetningu.

Flestir sem velja sænsku/norsku í stað dönsku hafa búið um árabil í viðkomandi landi. Þó að nemandi hafi verið lengi úti og gengið þar í skóla er ekki sjálfgefið að hann standist stöðuprófið því gerðar eru miklar kröfur um málkunnáttu nemenda.

Nemendur í sænsku/norsku hafa almennt mjög góða kunnáttu í tungumálinu þegar þeir byrja í fyrsta áfanganum á framhaldsskólastigi og tekur kennslan óhjákvæmilega mið af því og er á B2-stigi samkvæmt tungumálaramma Evrópuráðsins. Til að standast stöðupróf í sænsku/norsku og fá námið metið þarf að vera með kunnáttu í rituðu máli og málfræði sem samsvarar C2-stigi.

Umsókn um stöðupróf í norsku eða sænsku  

Tungumálaramma Evrópuráðsins má kynnast betur t.d. hér:

Sænska:

https://sv.wikipedia.org/wiki/Gemensam_europeisk_referensram_f%C3%B6r_spr%C3%A5k

Norska:

https://no.wikipedia.org/wiki/Det_felles_europeiske_rammeverket_for_spr%C3%A5k

Síðast uppfært: 28. nóvember 2022