Stöðupróf

Ákveðið hefur verið að MH býður ekki lengur upp á stöðupróf í sænsku og norsku fyrir nemendur sem eru ekki í MH. (október 2023)

 

_________________________________________________________________________

Stöðupróf í sænsku og norsku - lesið textann vandlega áður en þið skráið ykkur í stöðupróf (neðar á síðunni)

Árlega býður Menntaskólinn við Hamrahlíð upp á stöðupróf í norsku og sænsku. Stöðuprófin eru einungis haldin í lok ágúst ár hvert og auglýst á heimasíðu skólans. ( breyttist 2023)

Stöðupróf í norsku og sænsku eru samin með hliðsjón af gildandi námskrá viðkomandi tungumála. Þess er gætt að haga uppbyggingu prófa með þeim hætti að þau sýni þekkingu, hæfni og leikni próftakans sem best og taka mið af lesskilningi, ritun, málfræði, orðaforða og stafsetningu. Athugið að munnlegi þátturinn er ekki prófaður.

Stöðuprófin eru fyrir einstaklinga sem hafa lokið yfirferð á námsefni á framhaldsskólastigi í norsku í Noregi eða sænsku í Svíþjóð.

Dæmigerður einkunnakvarði á ekki við um stöðuprófin heldur er  S = Stóðst matsviðmið og E = Áfangi ekki metinn.

Til að fá fyrsta áfanga AA í norsku eða sænsku metinn þarf próftaki að ná 80 stigum af 100 á stöðuprófi. Til að fá framhaldsáfanga (BB) þarf að ná 90 stigum af 100. Kunnátta próftaka í rituðu máli og málfræði þarf að samsvara C2-stigi* tungumálaramma Evrópuráðsins.

Athugið að aðeins er hægt að þreyta stöðupróf einu sinni.

Umsókn um stöðupróf í norsku eða sænsku - lokað er fyrir umsóknir.

Tungumálaramma Evrópuráðsins má t.d. kynna sér betur hér:

*Sænska: https://rm.coe.int/CoERMPublicCommonSearchServices/DisplayDCTMContent?documentId=090000168045bb68

*Norska: https://rm.coe.int/CoERMPublicCommonSearchServices/DisplayDCTMContent?documentId=090000168045bb61

Síðast uppfært: 05. mars 2024