Útgáfa og dreifing á rituðu efni

Nemendafélag MH hefur leyfi til almennrar dreifingar í skólanum á blöðum sem það gefur sjálft út. Öðru rituðu efni er óheimilt að dreifa nema með sérstöku leyfi stjórnenda. Höfundar efnis, ritstjórar og  stjórn NFMH bera ábyrgð á því að  útgefið efni á vegum NFMH fari ekki í bága við lög, höggvi ekki nærri nafngreindu fólki og geti talist samboðið opinberri menntastofnun. Þeir sem brjóta gegn reglum þessum sæta viðurlögum eftir því hve alvarlegt brotið er (sbr. upphaf næstu greinar), auk þess sem dreifing kann að verða stöðvuð.  

Síðast uppfært: 04. febrúar 2017