Einingar

Haustið 2015 tekur gildi nýr einingamælikvarði fyrir alla áfanga og þar með nám á hverri braut. Jafnframt falla úr gildi fyrri reglur um að allar námsbrautir til stúdentsprófs þurfi að miða við sama einingalágmark. Almenn námskrá framhaldsskóla kveður á um stúdentspróf skuli vera á bilinu 200 – 240 framhaldsskólaeiningar en 60 einingar eru samsvarandi einu ári miðað við hefðbundinn námshraða. Að baki hverri framhaldsskólaeiningu eru 18-24 klukkutímar í tímasókn og vinnu.

Í skólanámskrá vísa orðin „Ný námskrá“ til breytinga sem urðu á árunum 2012 og 2013. Þær brautir verða efnislega óbreyttar fyrir þá sem hefja nám haustið 2015 en í stað 140 eininga verða brautirnar kringum 225 fein. Einingafjöldi nýju þriggja ára brautarinnar, OPB HR verður hins vegar 205 en hún verður ekki í boði aftur þar sem ný viðmið taka gildi fyrir nýnema frá hausti 2016. 

Frá hausti 2016 innritast nýnemar úr grunnskóla á brautir sem lýkur með 206 til 215 einingum allt eftir því hvort þau nýta hraðferðarheimildir í kjarnaáföngum eða ekki.

Nú er það hins vegar svo að hver kennslustund í MH er klukkustund að lengd og flestir áfangar eru fimm nýjar einingar  eða þrjár eldri einingar. Slíkir áfangar eru að jafnaði kenndir á fjórum klukkustundum á viku, nema að um hraðferð eða hægferð sé að ræða.

Síðast uppfært: 09. október 2017