Yfirseta í prófum

Prófstjóri útbýr yfirsetutöflur og dreifir þeim til kennara nokkru áður en prófatími hefst. Þar kemur fram hvenær og hvar viðkomandi kennari á að sitja yfir í prófum. Almenna reglan er sú að allir sitja yfir í sínum eigin prófum og síðan einnig í nokkrum öðrum prófum. Fjöldi yfirseta fer eftir því hversu mörgum hópum kennari hefur kennt á önninni. Yfirsátar gegna mismunandi hlutverkum og eru þau auðkennd með lit á yfirsetutöflu. Hlutverkin eru þessi:

Fagstjóri
Fagstjóri mætir 30 mínútum áður en próf hefjast og opnar stofu 36. Síðan opnar hann prófaskáp og hefur verkefnabunka og uppdrætti að sætaskipan tilbúna fyrir salstjóra.

Þremur mínútum fyrir auglýst upphaf prófs hringir fagstjóri inn í prófið. Hann tryggir að nemendur fái að minnsta kosti þann tíma til að leysa próf sem auglýstur er (mæti þeir á réttum tíma) og hringir síðan út í lok prófs.

Um leið og próftíma í sérstofum er lokið skal fagstjóri sjá til þess að þau próf verði sótt.

 Að loknu prófi skilar fagstjóri undirrituðu eintaki af prófum í möppu í stofu 36.

Salstjóri
Salstjóri mætir ekki seinna en 20 mínútum fyrir próf í stofu 36, fer með verkefnin og önnur nauðsynleg gögn í sinn sal og undirbýr dreifingu þeirra.

Við upphaf prófs tilkynnir salstjóri að slökkt skuli á öllum farsímum og þeir hafðir úr augsýn. Salstjóri minnir jafnframt  á próftímareglur (sjá neðar).

Eftir að próf er hafið skipuleggur hann söfnun viðvistarmiða, viðveruskráningu nemenda og að loknu prófi söfnun úrlausna. Salstjóri gætir þess að kennarar sinni ekki öðrum störfum en yfirsetu allan próftímann. Í lengri prófum skipuleggur salstjóri kaffitíma þeirra sem sitja yfir eftir því sem þurfa þykir og gleymir ekki yfirsátum í sérstofum.

Í lok venjulegs próftíma tilkynnir salstjóri að nemendur megi sitja allt að hálftíma til viðbótar. Eftir 15 mínútur er þeim nemendum sem sitja lengur gefinn kostur á að fara. Eftir hálftíma er úrlausnum þeirra sem enn sitja safnað saman.

Salstjóri sendir ennfremur kennara með nemandaskaranum niður til að koma þeim af Matgarði sem fyrst.

Að loknu prófi lætur salstjóri prófstjóra vita um það sem útaf kann að bera í prófi, t.d. ef kennari mætir ekki í yfirsetu, ef farsími hringir hjá nemanda í prófi eða ef nemandi virðir ekki prófreglur að öðru leyti.

Yfirsátar í stofum
Kennarar sem sitja yfir í sérstofum mæta a.m.k. 20 mínútum fyrir próf í stofuna. Þeir dreifa prófum á borð og fá frekari fyrirmæli og leiðbeiningar hjá námsráðgjöfum

Í upphafi prófs minna þeir nemendur á að annað hvort sitji þeir eðlilegan próftíma eða allan aukatímann (hálftíma). Nemendur í sérstofu mega ekki fara korteri eftir að venjulegum próftíma er lokið. 

Yfirsáti merkir mætingu nemenda á þar til gert blað og afhendir námsráðgjöfum í lok prófs.

Sömu reglur gilda um nemendur í sérstofum og aðra nemendur og sér yfirsátinn til þess að þeim sé fylgt.

Þegar próftíma er lokið skal kennari í stofu bíða eftir að prófin verði sótt í stofuna og alls ekki skilja þau eftirlitslaus eftir.

Kennarar
Kennarar mæta 15 mínútum fyrir próf í stofu 36  þar sem fagstjóri merkir við og vísar þeim til yfirsetu samkvæmt prófabók eða þangað sem helst er þörf.

Þurfi kennari nauðsynlega að víkja sér frá eftir að gögnum hefur verið dreift skal hann hafa samráð við sal- eða fagstjóra.

Hafi kennari verið skráður í yfirsetu í stofu þar sem ekki reynist þörf fyrir hann á kennarinn að sitja yfir á sal eða þar sem prófstjóri/ fagstjóri metur mesta þörf.

 

Síðast uppfært: 24. ágúst 2022