Prófatímabil 29. nóvember - 10. desember

Hér má lesa póst frá prófstjóra um tilhögun prófa

Fyrsti prófdagur er 29.nóvember og síðasti prófdagur er 10. desember.  Staðan 12. nóvember er sú að við gerum ráð fyrir að prófin fari fram skv. áætlun og ávallt verður farið eftir sóttvarnarreglum.

Til upplýsingar vegna prófahalds í framhaldsskólum.

Með hliðsjón af undanþágu sem veitt hefur verið til háskólastigsins hafa heilbrigðisyfirvöld veitt framhaldsskólum leyfi til þess að 100 nemendur geti verið saman í rými á prófatímabilinu sem framundan er. Sóttvarnalæknir mælir með því að hugað sé vel að loftgæðum, loftað út og gluggar og dyr hafðar opnar eins og við verður komið.