Töflubreytingar í gegnum Innu

Töflubreytingar eldri nemenda fara fram í gegnum Innu til hádegis 15. ágúst. 

Aðrir nemendur sem eru að koma úr grunnskóla eða öðrum framhaldsskólum, geta komið í MH og hitt námstjóra ef þeir telja sig þurfa breytingar á stundatöflunni. Námstjórar verða við milli kl. 10 og 14 þriðjudaginn 12. ágúst og miðvikudaginn 13. ágúst. Námstjórar verða einnig við eftir nýnemakynninguna 14. ágúst.