Nemendur geta sent gögn til prentunar á þrjá prentara.
Bókasafnsprentarinn er staðsettur í margmiðlunarherbergi, hann heitir Bokasafn-nem.
Nemendur hafa aðgang að litaprentara, ljósritunarvél og skanna á safninu.
Einnig er hægt að velja prentarann á Miðgarði, hann heitir Midgardur eða prentarann Stofa48, hann er fyrir framan stofu 48 á neðri hæð skólans.
Allir nemendur fá 100 blaða prentkvóta á hverri önn. Hægt er að kaupa viðbótarprentkvóta hjá starfsmönnum bókasafnsins. Hvert blað kostar 10 kr. Lámarksupphæð er 200 kr./20 blöð.
Hægt er að senda gögn sem eru skönnuð á tölvupóstfang bókasafnsins bokasafn@mh.is og áframsenda þau á eigið tölvupóstfang.
Önnur tæki:
Bókasafnið á allmargar reiknivélar og heyrnartól sem nemendur geta fengið að láni til notkunar innanhúss.
Hægt er að hlaða síma og spjaldtölvur á safninu.