Októberlota

Í október, yfirleitt um miðjan mánuð, brjótum við upp hefðbundið skólastarf. Nemendur og kennarar mæta einu sinni í hvern áfanga þessa viku og þá í lengdan langan tíma.

Tvöfaldir tímar lengjast, morguntímar teygjast til hádegis og síðdegistímar frá hádegi til rúmlega fjögur. Nemendur og kennarar mæta í þá stofu sem skráð er í stundatöflu í langa tímanum.  

Viðvera í lengdum tvöföldum tíma gildir fyrir alla tíma vikunnar.

LÍKAMSRÆKT:  Boðið er upp á aukatíma/uppbótartíma í líkamsrækt  í októberlotu.  Hefðbundin líkamsrækt fellur niður. 

Nánari upplýsingar og tímasetningar eru auglýstar á hverri haustönn.

 

Síðast uppfært: 06. mars 2019