Laun og umbun

Skólinn fer eftir kjarasamningum og leggur áherslu á upplýsingagjöf og gott samstarf við trúnaðarmenn. 

Laun stjórnenda og kennara eru enn fremur ákveðin með hliðsjón af stofnanasamningi MH sem byggir á kjarasamningi ríkisins við Félag framhaldsskólakennara og Félag stjórnenda í framhaldsskólum.

Að því leyti sem kjarasamningar veita svigrúm til umbunar umfram lágmarkskjör er markmið MH að vera fremstur meðal jafningja. Skólinn lítur svo á að launaskrið eigi að fela í sér hvatningu og vera samofið markmiðum skólans. Leikreglur þar að lútandi skulu vera málefnalegar, öllum ljósar og hafa í heiðri jafnræði innan skólans.

Síðast uppfært: 04. apríl 2019