Jafnréttisstefna

Það er stefna Menntaskólans við Hamrahlíð að tryggja að einstaklingar af öllum kynjum njóti jafnréttis og að starfsfólk og nemendur séu metin að verðleikum og sýni hvert öðru virðingu í samskiptum. Að þessari stefnu er unnið með jafnréttisáætlun. Markmið skólans með henni er að jafna kjör kynja með tilliti til launa og annarra starfskjara, þátttöku í stjórnun og tækifæra til menntunar. Kynbundin mismunun og kynbundið ofbeldi eða áreiti er ekki liðið. Unnið verður gegn hvers kyns stöðluðum úreltum hugmyndum um hlutverk karla og kvenna. Allar mikilvægar ákvarðanir sem varða nemendur og starfsfólk skulu metnar út frá jafnréttissjónarmiði. Menntaskólinn við Hamrahlíð telur það vera mjög mikilvægt að menntastofnanir séu til fyrirmyndar í jafnréttismálum vegna þess unga fólks sem sækir þangað.

Jafnréttisnefnd og rektor bera ábyrgð á því að jafnréttisskýrsla og jafnréttisáætlun séu birtar á heimasíðu skólans.

Hér má lesa  jafnréttisáætlun Menntaskólans við Hamrahlíð í heild. 

Jafnréttisnefnd MH er skipuð Önnu Pálu Stefánsdóttur spænskukennara (aps@mh.is) og Karen Ástu- og Kristjánsdóttur (karen@mh.is) kynjafræðikennara.  

Síðast uppfært: 09. apríl 2019