Tenglar á fræðsluefni á netinu

Hér fyrir neðan má finna upplýsingar um:
- heilsu og heilbrigði
- núvitund
- svefnráðgjöf
- geðraskanir
- samskipti kynjanna

Heilsa og heilbrigði:

www.heilsuvera.is   Hér eru upplýsingar og mikilvæg atriði í tengslum við heilsu og heilbrigði hjá ungu fólki.

Hugrún - geðfræðslufélag Hugrún er geðfræðslufélag sem stofnað var af nemendum við Háskóla Íslands með það að markmiði að fræða ungt fólk um geðheilbrigði, geðsjúkdóma og úrræði, sem og að auka samfélagslega vitund. Á síðunni þeirra er bæði að finna fróðlega pistla og myndbönd um ungt fólk sem hefur tekist á við áskoranir í sínu lífi.

Happapp Happ App er hamingju-app byggt á vísindum jákvæðrar sálfræði. Appið inniheldur svokölluð jákvæð inngrip en það eru æfingar sem ætlað er að auka andlega vellíðan og hamingju þeirra sem þær stunda. Appið er aðgengilegt fyrir bæði iphone- og android-síma og hægt er að nálgast það í App Store og í Google Play.

 


Núvitund:

Núvitund ..................... Margar fróðlegar síður og öpp eru á netinu í tengslum við núvitund (mindfulness). Hér er aðgengi að ókeypis efni á íslensku bæði hljóðskrár og lesefni ef fólk hefur áhuga á að kynna sér núvitund betur.

 


Svefnráðgjöf:

www.betrisvefn.is ................... Hér er hægt að fá séhæfða ráðgjöf og meðferð í tengslum við svefnerfiðleika.

 

Geðaskanir:

Barna- og unglingageðdeild    .................. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um algengar raskanir og þá þjónustu sem er veitt á barna- og unglingageðdeild (BUGL)

Útmeð'a     ..................... Hér er tengill á forvarnaverkefnið Útmeð'a sem Geðhjálp og Hjálparsími Rauða krossins 1717 standa sameiginlega að. Markmið verkefnisins er að stuðla að bættri geðheilsu meðal almennings með því að hvetja fólk, með sérstakri áherslu á ungt fólk, til að tjá sig um andlega líðan sína og leita sér faglegrar aðstoðar þegar á þarf að halda.

 


Samskipti kynjanna:

„Fáðu já!“ ..................... Hér er íslensk stuttmynd sem fjallar um mörk­in á milli kyn­lífs og of­beld­is sem hugsuð var til að vega upp á móti áhrif­um klám­væðing­ar, brjóta rang­hug­mynd­ir á bak aft­ur og inn­ræta sjálfs­virðingu í nán­um sam­skipt­um.

 Sjúk ást ..................... Á heimasíðunni sjukast.is er að finna fjöl­breytt­ar upp­lýs­ing­ar um heil­brigð og óheil­brigð sam­bönd, hvað telj­ist til and­legs of­beld­is eins og sjúk­leg af­brýðisemi, stjórn­un, eign­ar­hald, mörk, samþykki, virðing og traust.

 

Síðast uppfært: 11. nóvember 2020