Rammi um sjálfsmat

Rammar og tímaviðmið

Valið skal í sjálfsmatsteymið eigi síðar en í nóvember það ár sem starfstími fyrra teymis rennur út. Heildaráætlun ásamt fullunninni tillögu fyrsta ársins skal lögð fram eigi síðar en 15. febrúar fyrsta starfsárið.

Meginstoðir áætlunarinnar eru sem hér greinir:

  • Á hverjum þremur árum skal fara a.m.k. einn hring í kennslukönnun (áfangamati). Önnina á eftir að deild (greinaflokkur) er í mati skal deildarfundur efna til umræðu um niðurstöður og leitast við að taka afstöðu til þeirra eða draga af þeim lærdóm. Greinargerð deildar fer til teymis eða undirhóps.
  • Á hverjum þremur árum skal fara hring í þjónustukönnun (skrifstofa, námsráðgjöf, bókasafn o.fl.) Önnina á eftir skal rektor funda um niðurstöður með viðkomandi.
  • Á hverjum þremur árum skal farinn hringur í starfsmannaviðtölum
  • Á hverjum þremur árum skulu yfirstjórnendur undirgangast einhvers konar mat á störfum sínum (þetta mat getur verið blanda af innra sem ytra mati).
  • Á hverju ári skal taka saman tölfræði um valin atriði, hin sömu frá ári til árs. Sjálfsmatsteymi gerir í sinni árlegu áætlun tillögu um ný atriði ef þurfa þykir. Tölfræðin skal rædd á fyrirfram skilgreindum vettvangi.
  • Á hverju ári skal efna til rýnihópa um valin efni (eftir atvikum ólík frá ári til árs) s.s. móttöku nýnema, stundvísi, skólasókn o.fl.
  • Á hverju ári skal farið yfir formlega ársáætlun skólans og metið hvernig til tókst með viðeigandi skýringum
  • Á hverju ári skal gera tilteknar fastar kannanir í samræmi við tímaás heildaráætlunar. Um framkvæmd og úrvinnslu fer skv. almennu ferli sem kveður á um einstök atriði s.s. hverjir útbúa könnun, til hverra tekur hún, hvaða gagnavinnsla er áætluð og hvert niðurstöður fara.
  • Á hverju ári skulu gerðar breytilegar kannanir (um efni sem eru á döfinni í skólanum) skv. samþykktum sjálfsmatsteymis.

 

Síðast uppfært: 20. janúar 2022