Valvika hefst 3. mars

Valvika hefst föstudaginn 3. mars með kynningum á áfangaframboði haustannar á Miðgarði, sem stendur yfir allan daginn. Eftir hádegi verður valtími þar sem nemendur geta hitt umsjónakennara sína í spjalli um valið og næstu annir. Öll eruð þið hvött til að skoða kynningarnar og taka þar með vel upplýsta ákvörðun um val haustannar 2023. Nýnemar haustannar 2022 og vorannar 2023 eru sérstaklega hvattir til að mæta í umsjónartímann - nánari upplýsingar koma fyrir 3. mars.