Valvika hefst 3. mars

Valvika hefst föstudaginn 3. mars með kynningum á áfangaframboði haustannar á Miklagarði, sem stendur yfir fyrrihluta dagsins. Klukkan 12:30 verður valtími þar sem nemendur sem hófu nám í MH haust 2021, vor 2022 eða haust 2022 hitta umsjónakennara sína í spjalli um valið og næstu annir og geta fengið aðstoð og upplýsingar um valið.