Staðfestingardagur

Nemendur athugið að allar einkunnir fyrir próf sem tekin voru á prófatíma og verkefni sem skilað var eftir að kennslu lauk, eru vinnueinkunnir þar til búið er að tilkynna að búið sé að fara yfir þær. Einkunn telst ekki fullkomin fyrr en við höfum tilkynnt að svo sé. Áætlað er að einkunnir birtist eftir kl. 16:00 föstudaginn 17. maí.

Þriðjudaginn 21. maí er staðfestingardagur og prófsýning:
Nýnemar haustsins 2023 hitta lífsleiknikennara sína í ákveðnum stofum kl. 10:00. 

Nýnemar haustsins 2022 hitta umsjónarkennara sína eða námstjóra á Miðgarði eða skrifstofu námstjóra milli 10:00 og 11:00. Aðrir nemendur geta einnig mætt og hitt áfangastjóra eða námstjóra á sama tíma.
Prófsýning í fagstofum er kl. 11:15-12:15.
Staðfestingu vals þarf að vera lokið kl. 14:00.

Skólagjöld verða lögð á nemendur sem eru með val fyrir haustið 2024 og verður gjalddaginn 23. maí og eindagi er 23.júní.