Próf - upplýsingar

Próftafla hvers og eins nemanda er sýnileg á Innu en öll próftaflan er sýnileg í heild sinni á heimasíðunni. Ef nemandi óskaði eftir breytingu á próftöflu þá eru þær breytingar ekki sýnilegar í Innu heldur í tölvupósti frá prófstjóra. Venjan er að prófið sem er fært er sett á sjúkraprófstíma fagsins ca. 2 dögum seinna. Prófin eru ýmist á Miðgarði eða Miklagarði og IB1 prófin eru í stofu 7 og 8. 

Hér er hægt að skoða hvern prófdag fyrir sig og hvort próf séu á Miklagarði eða Miðgarði (hér eru öll próf nema IB-2)

Veikindi á prófdegi ber að tilkynna samdægurs í gegnum Innu, fyrir kl. 14:00 - og munið að setja inn heiti áfangans sem þið eruð í

Á prófatíma er bókasafnið opið alla daga milli 8:00 og 17:00 og á föstudögum til 15:00 - þar er mjög gott að vera og undirbúa sig fyrir prófin.