Námstækni og skipulagning tíma

Skipulögð vinnubrögð eru mikilvæg í námi.

Náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur við að bæta námsárangur sinn með markvissum vinnubrögðum og skipulagi, stundum kallað námstækni.

Það er margt hægt að gera til að nýta tímann betur. Tilgangurinn með tímaskipulagi er að ná að sinna skyldum sínum í skólanum en eiga samt eftir frítíma til að sinna t.d. fjölskyldu sinni og vinum.

Hér fyrir neðan eru eyðublöð sem geta hjálpað til við skipulagningu námsins:  

  • Markmiðssetning, eyðublað til að setja upp skammtíma- og langtíma markmið sín.
  • Verkefnayfirlit, til að hafa heildarsýn yfir öll verkefni framundan í hverju fagi.
  • Vikuáætlun, hægt er að hafa fasta vikuáætlun eða gera nýja í hverri viku.
Síðast uppfært: 12. maí 2017