Mötuneyti nemenda

Mötuneyti nemenda kallast Sómalía og þar er boðið upp á heitan mat í hádeginu. Nemendur þurfa að skrá sig í mat fyrir eina viku í einu og fer skráning fram í gegnum eyðublað sem má finna hér eða með því að skanna QR kóða sem er fyrir framan Sómalíu. Skráningu fyrir hverja viku þarf að vera lokið fyrir kl. 16:00 á fimmtudegi í vikunni á undan. Allir nemendur þurfa að skrá sig hvort sem þeir eiga matarkort eða borga eitt og eitt skipti.

Matráður Sómalíu er Auður Þórhildur Ingólfsdóttir og mun hún setja saman matseðla vikunnar.

Síðasti matseðill vetrarins er kominn upp - takk fyrir góðar móttökur og verði ykkur að góðu

 

 

 

Verðskrá:

  • Heitur matur 1.190 kr.
  • Salatbar 600 kr

Hægt er að kaupa 10 skipta matarkort í Sómalíu á 10.000 kr og þá verður hver máltíð á 1000 kr. 

Einnig er hægt að kaupa kortið með því að millifæra á reikning Sómalíu, reikningsnr: 0130 26 810150 kt: 6401901089. Setja þarf fullt nafn og kennitölu nemandans í skýringu og senda kvittun á netfangið: somaliamh@gmail.com, til að staðfesta kaupin. Munið að þið þurfið líka að skrá ykkur í mat - matarkort kemur ekki í staðin fyrir það að skrá sig í mat, það er einungis til að fá matinn á lægra verði.

Hafragrautur, í boði skólans, er alla daga vikunnar kl. 9:45 - 10:20 og á föstudögum kl. 10:00 til 10:25 og er sjálfsafgreiðsla við Sómalíu.

Verkefnastjóri matsölunnar: Auður Þórhildur Ingólfsdóttir netfang audur@mh.is 

Matsölustjóri: Ellý Hauksdóttir Hauth, netfang somaliamh@gmail.com, sími 517-1099 og 690-3545.

Síðast uppfært: 22. apríl 2024