Námstækni og skipulagning tíma

Náms- og starfsráðgjafar aðstoða nemendur við að bæta námsárangur sinn með markvissum vinnubrögðum og skipulagi, stundum kallað námstækni.

Lykilþættir sem stuðla að góðum námsárangri:

  • tímaáætlanir
  • gott skipulag
  • markviss vinnubrögð
  • góð ástundun 

Skipulögð vinnubrögð eru mikilvæg í námi.          

Það er margt hægt að gera til að nýta tímann betur. Tilgangurinn með tímaskipulagi er að ná að sinna skyldum sínum í skólanum en eiga samt eftir frítíma til að sinna t.d. fjölskyldu sinni og vinum.

Hér fyrir neðan eru eyðublöð sem geta hjálpað til við skipulagningu námsins: 

  • Gott er að setja sér SMART MARKMIÐ!
  • Annaryfirlit til að hafa heildarsýn yfir öll verkefni framundan í hverju fagi.
  • Vikuáætlun, hægt er að hafa fasta vikuáætlun eða gera nýja í hverri viku.
  • Lestur er grunnurinn í öllu námi. Gott er að rifja upp nokkur atriði.
  • Glósutækni felur í sér það að skrifa glósur í tímum hvort sem er á blað eða á tölvu.
  • Prófkvíði gerir stundum vart við sig fyrir próf. Hér eru nokkur ráð við prófundirbúning.
Síðast uppfært: 02. júní 2022