Listmenntabraut

Umsóknartímabil fyrir nemendur sem eru að koma beint úr grunnskóla hefst mánudaginn 20. mars og stendur til og með 8. júní. Nemendur sækja um á vef Menntamálastofnunar. Í MH er hægt að sækja um á félagsfræðabraut, náttúrufræðibraut, málabraut, opinni braut, listdansbraut, IB braut og nýrri braut sem heitir listmenntabraut. Nánar má lesa um allar brautirnar hér á heimasíðunni og einnig verður góður aðgangur að kennurum, náms- og starfsráðgjöfum, nemendum og stjórnendum á opnu húsi sem verður miðvikudaginn 22. mars milli kl. 17:00 og 18:30. Einnig er tækifæri til að hitta fulltrúa okkar í Laugardalshöll á Mín framtíð sem stendur yfir þessa dagana.