Lagnó, miðannarmat, hafragrautur og valtími

Lagningardagar tókust mjög vel og þökkum við öllum sem lögðu hönd á plóg. Sérstaklega viljum við þakka lagningardagaráði fyrir alla þá vinnu sem þau lögðu í þetta - takk öll fyrir skemmtilega daga. Í dag opnaði miðannarmat í Innu sem gefið er nemendum fæddum 2005 eða seinna. Upplýsingar um miðannarmatið má lesa í pósti til aðstandenda. Á miðvikudaginn mun hafragrauturinn birtast á Miðgarði og er vitað með vissu að margir bíða spenntir eftir því að borða grautinn og skola svo grautarskálarnar í skolvaskinum sem er á Matgarði. Valvika hefst svo á föstudaginn með valtíma sem er sérstaklega ætlaður nýnemum haustannar.