Valvika hefst föstudaginn 4. mars með valtíma kl. 12:40. Nemendur geta hitt umsjónarkennarana sína í kennslustofum og fengið ráðleggingar um valið. Nýnemar haust 2021 eru sérstaklega hvattir til að mæta. Áfangaframboð næstu annar verður hér á heimasíðunni undir Valvika. Nemendur velja áfanga sem þeir stefna á að taka á haustönn 2022. Miklu máli skiptir að velja rétt og vanda til verksins. Endanlegt áfangaframboð haustannar ræðst af vali nemenda í valviku. Innslætti þarf að vera lokið fyrir miðnætti mánudaginn 14. mars.
Valtími 4. mars kl. 12:40


Ýmsar leiðbeiningar er að finna í Innu undir Aðstoð/Nemendur
Og líka hér á heimasíðunni
Course selection for the autumn term 2022 is from the 4th – 14th of March